Námskeið

Góð sjálfsmynd er gott veganesti út í lífið. Á þessu námskeiði læra þátttakendur sjálfsstyrkingu og þúsundir stúlkna geta staðfest gæði þessa vinsæla námskeiðs.

Þátttakendur fá innsýn í fyrirsætustörf, þeir læra góða framkomu og líkamsburð, tískusýningargöngu og förðun, undirbúning fyrir myndatöku, umhirðu húðar og hárs o.fl. Myndataka, fíkniefnafræðsla, leikræn tjáning og stór tískusýning eru hluti af námskeiðinu og auðvitað frábær félagsskapur.

Kennt er tvisvar á ári í 8 vikur í senn ( janúar og september).  Nánari upplýsingar í síma 533-4646.

Skoða dagskrá